13.1.2012 | 10:53
Tyrkjaránið
Á miðönn var ég að læra um Tyrkjaránið. Auður las fyrir okkur bókina Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Síðan gerðum við myndasögu um atburðinn og svo áttum við að gera fréttabækling.Mér fannst rosa gaman að læra um svona eldgamlan atburð sem gerðist í alvöru á Íslandi. Mér fannst allt áhugavert, í rauninni fannst mér bara áhugavert að læra um Tyrkjaránið vegna þess að þetta gerðist í alvöru. Mér fannst ég geta nokkurn veginn sett mig í spor fólksins sem var rænt með því að hlusta vel á söguna og lifa mig inní hana.Mér finnst þægilegt að vinna í Publisher vegna þess að það er ekkert vesen og ég get líka hreyft myndirnar án þess að gera tight eða square.
Hér er fréttabæklingurinn minn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.